Hugmyndafræði okkar

Við erum austurrískt fjölskyldufyrirtæki. Samstarf, traust, viðurkenning, gagnkvæm virðing og persónuleg ábyrgð eru mikilvægar grundvallarreglur í fyrirtækinu.

Viðleitni okkar stefnir að einu markmiði: að skilja og uppfylla þarfir viðskiptavina okkar. Ánægðir og áhugasamir neytendur er það sem við einbeitum okkur að í öllu sem við gerum. Við njótum þess í gegnum alþjóðlegt tengslanet okkar að vera í nánu sambandi við viðskiptavini.

Þannig erum við með fingurinn á púlsinum á þörfum einstakra markaða hverju sinni og getum séð hvert stefnir.

Wewalka hefur lagt áherslu á sjálfbærni í sínum starfsháttum. Fyrir utan að leggja til umhverfisvæna vöru eins og sjálfbæra pálma olíu mætum við orkuþörf okkar með því að nota staðbundin, endurnýjanleg  hráefni og endurnýta hita frá framleiðslu okkar.

Við erum meðvituð að óspillt umhverfi er forsenda þess að eiga völ á því vandaða hráefni sem við þurfum á að halda.

Þörfinni fyrir varmaorku mætum við með því að nota endurnýjanleg hráefni úr héraði.